Grunnnám rafiðna (GR) - eldri brautarlýsing

Meginmarkmið náms á rafiðnabraut rafiðna er að veita almenna og faglega undirstöðumenntun undir sérnám í
rafiðngreinum, þ.e. rafeindavirkjun, rafvirkjun og rafvélavirkjun, rafveituvirkjun, símsmíði og kvikmyndasýningarstjórn
og er jafnframt skilyrði til innritunar í sérnám þessara greina. Meðalnámstími er fjórar annir í skóla.
 
Almennar greinar     23. ein
 
Íslenska    ÍSL 102 202      4 ein.
Erlend tungumál  ENS 102 DAN 102  + 4 ein. (Norska eða sænska)  8 ein.
Stærðfræði  STÆ 102 122 4 ein.
Lífsleikni  LKN 102, 201  3 ein.
 Íþróttir   ÍÞR 101 201 301 401 4 ein.
                                                                                                          
 Sérgreinar  57. ein
 
Rafeindatækni og mælingar  RTM 102 202 302   6 ein.
Raflagnir, reglugerð, efnisfræði  RAL 103 203 302 402    10 ein.
Rafmagnsfræði og mælingar  RAM 103 203 303 403  12 ein.
Skyndihjálp    SKY 101    1 ein.
Stýringar og rökrásir     STÝ 102 202 302 402  8 ein.
Tölvur og netkerfi    TNT 102 202 303 403   10 ein.
Verktækni      VGR 102 202 303 403                10 ein.
 

Samtals                                                           80 ein.


Lokamarkmið náms á rafiðnabraut
Meginmarkmið náms á rafiðnabraut rafiðna er að veita almenna og faglega undirstöðumenntun undir sérnám í rafiðngreinum.
 
Að loknu námi á rafiðnabraut á nemandi að
 • þekkja störf og starfsumhverfi innan rafiðnaðarins og vita um námsleiðir að loknu námi á rafiðnabraut
 • gera sér grein fyrir sögulegu og menningarlegu mikilvægi raforku og raforku-mannvirkja og mikilvægi umhverfisverndar í atvinnugreininni
 • kunna skil á helstu ákvæðum reglugerðar varðandi raforkuvirki
 • kunna skil á öryggisráðstöfunum á vinnustað og mikilvægi heilsuverndar
 • geta unnið í samræmi við gæðakröfur og staðla sem gilda í rafiðnaði og unnið eftir verklagsreglum og gátlista
 • geta notað helstu hand- og rafmagnsverkfæri í rafiðnaði í samræmi við viðteknar öryggiskröfur og þekkja almennar varúðarráðstafanir í umgengni við rafmagn
 • þekkja helstu efni sem unnið er með í rafiðnaði
 • geta lesið og skilið teikningar og verklýsingar af raflögnum og rafeindarásum
 • geta lagt raflagnastokka og rennur og sett raflagnir og endabúnað í þær
 • geta lagt og tengt boðskiptalagnir og þekkja helstu tengi og samskiptastaðla
 • þekkja notkun tölvutækni við hönnun, teikningu, hermun, áætlanagerð og kostnaðarútreikninga
 • geta sett upp hugbúnað til að tengja tölvur saman á neti, við internetið og sett upp helstu internetforrit s.s. póstforrit og vafra
 • þekkja heiti og hugtök í rafmagnsfræði og geta reiknað út mismunandi rafmagnsrásir
 • geta notað algengustu mælitæki við ástands- og bilanagreiningu á raflögnum og rafeindarásum
 • þekkja virkni helstu gerða aflstýringa og rafmótora
 • geta reiknað út og smíðað einfaldar rafeindarásir með virkum og óvirkum íhlutum
 • þekkja virkni skynjara og tengingu þeirra við rafeindarásir
 • þekkja helstu tæki sem notuð eru við miðlun
 • geta stillt upp jöfnum og einfaldað rökrásir
 • geta hannað og tengt segulliðastýringar og einfaldar loftstýringar
 • geta forritað og tengt litlar stýrivélar og raðað saman einingum til að mynda iðnaðarregla
 • þekkja uppbyggingu tölvunnar og helstu einingar hennar, geta tengt jaðartæki og sett upp rekla fyrir þau
 • geta sett upp stýrikerfi á tölvu og algengasta notendahugbúnað s.s. ritvinnslu, töflureikni og þess háttar