HAGF2AÞ05

HAGF2AÞ05  Almenn þjóðhagfræði

Undanfari: FÉLV1ÞF05 eða sambærilegur áfangi

Hringrás efnahagslífsins er útskýrð og fjallað um helstu hagstærðir þjóðarbúsins og innbyrðis tengsl þeirra. Helstu vandamál efnahagslífsins svo sem verðbólga, atvinnuleysi, viðskiptahalli, erlend og innlend skuldasöfnun eru tekin til skoðunar og farið er yfir kenningar um orsakir þeirra og leiðir til lausnar vandans eru ræddar. Fjallað verður um hlutverk Seðlabankans. Nemendur fá þjálfun í að lesa úr línuritum og innsýn í notkun vísitalna og fleiri algengar aðferðir við vinnslu á hagfræðilegum upplýsingum. Íslenskt efnahagslíf, breytingar þess og þróun undanfarna áratugi, er einnig verkefni áfangans. Fylgst er með efnahagsmálaumræðu í fjölmiðlum, á Alþingi og í sveitarstjórnum.