Háriðndeild - leiðbeiningar 5. október 2020

Háriðndeild tilheyrir sóttvarnahólfi 1 og mun brautin nýta sömu kennslustofur og venjan er.

Sóttvarnahólfi 1 tilheyra eftirfarandi svæði í skólanum

  • 3. hæð í bóknámshúsi
  • 1. hæð í bóknámshúsi
  • Stigagangur í bóknámshúsi, salerni á stigaganginum
  • Aðal anddyri bóknámshúss (inngangur til vesturs)

Nemendur eiga að ganga um aðalinngang að vestanverðu bóknámshúsi. Nemendum er óheimilt að fara á milli sóttvarnasvæða. Þegar nemendur mæta í skólann á morgun verður sóttvarnasvæðið sem brautin fylgir útskýrt.

Nemendur háriðndeildar hafa aðgang að mötuneyti á heimavist kl. 12:00 – 12:30.

Kennsla í áföngum deildarinnar fer fram samkvæmt stundaskrá í staðnámi en að sjálfsögðu í þessu nýja rými. Nemendur brautarinnar sækja tíma í stofu 3 (verklegt), stofu 1 (iðnfræði og ef sækja þarf aðra tíma á Bláa hnettinum í almennum áföngum) og í Þórsmörk (iðnteikning).

Almennir áfangar eins og stærðfræði, enska, íslenska, danska, hreyfing, lífsleikni o.s.frv. verða kenndir i fjarnámi í gegnum Bláa hnöttinn.

Nemendur að mæta stundvíslega í alla tíma á Bláa hnettinum. Upplýsingar fyrir hvern áfanga verða aðgengilegar á Kennsluvef (https://moodle.va.is/ ) en þaðan fara nemendur inn í Bláa hnöttinn. Ef nemendur lenda í vandræðum með að komast inn á hnöttinn er mikilvægt að þeir hafi samband við kennara og/eða Viðar kerfisstjóra, vidar@va.is .