HGR 303 Hárgreiðsla

HGR 303 Hárgreiðsla 3

Undanfari: HGR 203

Áfangalýsing

Nemandi þjálfast í að hanna og útfæra hárgreiðslur miðað við mismunandi hárlengdir sem hæfa

viðskiptavini við ýmis tækifæri, bæði dag- og kvöldgreiðslur, m.a með hjálp verklýsinga.

Nemandinn kynnist mismunandi tímabilum í sögu hársins og lærir að útfæra greiðslur eftir

ljósmyndum og tímaritum.

Áfangamarkmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandinn að

þekkja

 • mismunandi upprúll og úrgreiðslur miðað við fyrirhugaða útkomu
 • mismunandi stíl og stílbrigði á hárgreiðslum
 • áhöld og efni sem notuð eru við hárgreiðslur

geta

 • útfært greiðslur í mismunandi hárlengdir
 • mótað hár með rúllum, nálum og klípum
 • notað viðeigandi hárskraut
 • útfært mismunandi bylgjugreiðslur í stutt hár
 • mótað blautbylgjur fyrir mismunandi form

hafa gott vald á

 • daggreiðslum
 • greiðslu úr síðu hári
 • noktun verklýsinga í hárgreiðslu
 • ólíkum aðferðum við upprúll fyrir blautbylgjugreiðslur
 • mótun og formun blautbylgja
 • notkun viðeigandi áhalda

Námsmat: Frammistaða á önn 30%

Lokapróf 70%