HGR 506 Hárgreiðsla

HGR 503    Hárgreiðsla 5 og Blástur 5 
Undanfari: HGR 402

Nemandi öðlast faglegt sjálfstæði í mótun á blautbylgjum og mismunandi upprúlli með klípum ásamt úrgreiðslu. Ennfremur öðlast hann frekari færni í daggreiðslu, brúðargreiðslu, svo og uppsetningu á síðu hári. Leitast er við að glæða listrænan skilning á handverkinu sem nýtist nemandanum við hinar ýmsu aðstæður. Nemandinn þjálfast í að leysa úr ólíkum verkefnum sem lögð eru fyrir hann. Í áfanganum er stefnt að því að nemandi  geti fengið þá útkomu sem hann óskar með þeim verkfærum sem  hann velur t.d.: blásara, bursta, sléttujárni, bylgjujárni eða krullujárni.