HJV 413 Hjúkrunarfræði

HJV 413

Undanfarar HJÚ 302, HJÚ 312 og HJV 313

Verknám á sérdeildum

Hjúkrunarkennari skipuleggur verknám á deild í samvinnu við viðkomandi deildar-stjóra. Nemandi skal vera á deild 8 klst. á viku alla önnina í umsjón hjúkrunarkennara og taka þátt í öllum almennum störfum sjúkraliða. Nemandi skal samþætta bóklegt og verklegt nám með gerð lokaverkefnis þar sem nemandi velur sér ákveðið þema í samráði við hjúkrunarkennara, sem tengist starfinu á deildinni, dæmi: missir, sorg, mótlæti, aðlögun, endurhæfing, umhyggja, kulnun, samvinna og samhæfing. Æskilegt er að nemandi kynnist fleiri en einni sérdeild og taki HJÚ 402 samhliða.