HLI 202 Háralitun 2

HLI 202 Háralitun 2

Undanfari: HLI 101

Áfangalýsing

Fjallað er um litaspjöld í áfanganum og kenndur greinarmunur milli helstu hárlitunarefna.

Nemendur læra að gera spjaldskrá. Nemandi þjálfast í að lita hár samkvæmt óskum

viðskiptavinar, greina hlutfall af gráu hári og ástand hárs. Nemandi beitir mismunandi aðferðum

við lokkalitun, s.s með strípuhettu, í álpappír og með spaða. Nemandi lærir að leiðrétta mistök við

háralitun.

Áfangamarkmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandinn að

þekkja

  • litaspjöld og möguleika við notkun þeirra
  • grunnliti, blöndunarliti, heita og kalda liti
  • mismunandi aðferðir við háralitun
  • spjaldskrá með upplýsingum um viðskiptavini.

geta

  • framkvæmt mismunandi háralitun
  • litað hár með varanlegum og hálfvaranlegum lit
  • gert strípulitun á mismunandi vegu
  • leiðrétt mistök við háralitun

hafa gott vald á

  • vali á háralit, notkun spjaldskrár og íburði háralitar.

Námsmat : Frammistaða á önn 30%

Lokapróf 70%