HÞS 101 Hárþvottur og snyrting 1

HÞS 101 Hárþvottur og snyrting 1

Áfangalýsing

Nemandinn kynnist helstu aðferðum og efnum sem notuð eru við hárþvott og hárnæringu og lærir

að gefa viðskiptavinum sínum almenn ráð varðandi val á hársnyrtiefnum.

Áfangamarkmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandinn að

þekkja

  • mismunandi gerðir hárþvottaefna og næringa

geta

  • þvegið hár við vask
  • gefið hárnæringarnudd
  • greint mismunandi hárgerðir og ástand hárs með hliðsjón af vali á hársnyrtiefnum
  • leiðbeint varðandi val á hársnyrtiefnum

hafa gott vald á

  • hárþvotti og næringarmeðferðum

Námsmat : Frammistaða á önn 30%

Lokapróf 70%