HÚB 102 Húsaviðgerðir og breytingar

HÚB102 Húsaviðgerðir og breytingar

Undanfarar: TIH10A og ÚVH102

Viðgerðir og breytingar á eldri byggingum og mannvirkjum úr tré og steini. Mikilvægi þess að varðveita byggingasögulegt gildi húsa á sama tíma og reynt er að koma til móts við kröfur nútímans um endingu, þægindi og brunavarnir með hliðsjón af lögum og reglum. Greining á fúa- og steypuskemmdum, endurnýjun á burðarvirkjum, klæðningum, gluggum, hurðum og öðrum byggingarhlutum. Breytingavinna, svo sem endurnýjun á gleri, smíði viðbygginga eins og glerskála, breytingar á þökum o.fl. Áfanginn er ætlaður fyrir verðandi húsasmiði.