IFH 103 Iðnfræði

IFH 103 Iðnfræði 1 og 2

Nemandinn fræðist um ph-gildi hárs og grunnþætti Pivot Point kerfisins. Fjallað er um mannleg samskipti og persónulegt hreinlæti, stöður og vinnustellingar. Nemandinn fær innsýn í þjónustufræði og áttar sig á mikilvægi persónulegrar og fagmannlegrar þjónustu við viðskipatvini. Hann öðlast skilning á efnafræði hárlitunar- og permanent-efna. Farið er í lykilorð við lestur leiðbeininga með hársnyrtiefnum á ensku og e.t.v. fleiri tungumálum. Hár skoðuð í smásjá, verklýsingar.