INR 104 Innréttingar

INR106 Innréttingar

Undanfarar: TRÉ109, VTS103

Smíði innréttinga og innihurða með áherslu á spónlagningu, yfirborðsmeðferð og vélavinnslu plötuefnis. Grunnatriði spónlagningar eins og plötu- og spónlagningarefni, áhöld, tæki, spónskurð, mynstrun og spónlímingu. Samsetningar á plötuefni, smíðisfestingar, smíðistengi og uppsetning á innréttingum. Iðnaðarframleiðsla á innréttingum og innihurðum og mikilvægi þess að staðla vinnuferli og gerð, stærð og lögun framleiðsluvöru. Áfanginn er sameiginlegur með húsasmiðum og húsgagnasmiðum.