JAR 203 Jarðfræði

JAR 203

Undanfari JAR 103

Jarðsagan og landrekið

Farið er yfir sögu jarðar í ljósi landrekskenninga með sérstöku tilliti til Íslands. Kynntar eru kenningar um uppruna jarðar sem og nútímalegar aðferðir við rannsóknir á jarðsögunni. Fjallað er um þróun lífsins og þróunarsaga einstakra tegunda rakin, þar á meðal mannsins. Greint er frá loftslagsbreytingum á jörðinni, þar á meðal ísaldir, orsakir þeirra og afleiðingar. Áframhaldandi umfjöllun frá JAR 103 um þróun rekbelta, uppruna kviku og heita reiti. Lögð er áhersla á verkefnavinnu í tengslum við umfjöllunarefnið. Nemendur fá þjálfun í túlkun og gerð staðháttakorta og jarðfræðikorta auk jarðlagasniða.