JAR 213 Jarðfræði

JAR 213

Undanfari JAR 103

Veður- og haffræði / jarðvegsfræði

Fjallað er um þá grundvallarþætti sem lúta að hreyfingum og efnasamsetningu lofts og sjávar. Greint er frá skipingu lofthjúpsins í hvolf og farið í helstu þætti sem hafa áhrif á veður. Lýst er loftslags- og gróðurbeltum jarðar. Fjallað er um helstu eiginleika sjávar, hafstrauma, sjávarföll, hafís og greint frá lífskilyrðum í sjónum. Skýrt er frá myndun jarðvegs á Íslandi, jarðvegseyðingu og endurheimt landsgæða.