JARÐ2AJ05

JARÐ2AJ05    Almenn jarðfræði

Undanfari: NÁTT1GR05 eða sambærilegur áfangi

Í áfanganum er áhersla lögð á að kynna virkni innrænna og útrænna afla og samspil þeirra við menn og umhverfi. Leitast er við að vekja áhuga og skilning á þeim ferlum sem móta landið og skapa þær náttúrlegu aðstæður sem menn búa við. Stuðlað er að aukinni meðvitund um notkun mismunandi orkugjafa og áhrif þeirra á umhverfið. Helstu efnisatriði eru: Sólkerfið og staða jarðar í alheimi. Lofthjúpurinn, veður, ósoneyðing og gróðurhúsaáhrif. Alþjóðleg samvinna í umhverfismálum. Hafið og hafstraumar. Innræn öfl, innri gerð jarðar, landrek og möttulstrókar. Eldvirkni Íslands og mismunandi gerðir eldstöðva. Hnitakerfi jarðar, staðsetningar og mælikvarði. Jarðvarmi, uppruni, nýting og umhverfisáhrif. Bergtegundir jarðskorpunnar og hringrás bergs. Jarðefnaeldsneyti og umhverfisáhrif. Útræn öfl, grunnvatn, ár og vötn. Vatnsaflsvirkjanir, forsendur og umhverfisáhrif.