KLP 203 Klipping

KLP 203    Klipping 2 og hárlitun 
Undanfari: KLP 103

Nemandinn fær aukna þjálfun við klippingu samkvæmt Pivot Point kerfi á æfingarhöfði og módeli

Öðlast grunnþekkingu á formklippingu (herra), aukna þekkingu á fláa, auknum styttum, jöfnum styttum og þynningu. Lögð er áhersla á vinnu með klippivélum með mismunandi kömbum og einnig á hnífum til þynningar. Farið er í grundvallaratriði við háralitun. Frætt er um helstu áhöld og efni sem notuð eru til háralitunar. Farið er i litastjörnuna, nemanda kennt að greina á milli heitra og kaldra lita. Kennd notkun prufulokka.