Helstu upplýsingar um VA

Á þessari síðu má finna kynningarefni og svör við helstu spurningum sem gætu brunnið á ykkur. Einnig má finna efni um skólann á öðrum stöðum á heimasíðunni eða með því að hafa samband við okkur í síma 4771620 eða í netfanginu va@va.is

Af hverju ætti ég að velja VA?

VA er lítill og persónulegur skóli með fjölbreytt námsframboð og gott félagslíf. Það er haldið mjög vel utan um alla nemendur og í skólanum er hægt að blanda saman bóklegu og verklegu námi. Langar þig að taka stúdentspróf en hefur líka langað til að taka grunn í rafmagnsfræði, hárgreiðslu, málmsmíði eða hjúkrunargreinum? Þá er VA skólinn fyrir þig!

Kynnstu náminu í VA

Kynnstu náminu í VA - Háriðn

Kynnstu náminu í VA - Húsasmíði

 Kynnstu náminu í VA - Málm- og véltæknigreinar

 

Kynnstu náminu í VA - Rafvirkjun

Kynnstu náminu í VA - Framhaldsskólabraut

Kynnstu náminu í VA - Stúdentsbrautir

Hvernig er skipulag námsins/kennslufyrirkomulag?

Skipulag námsins er þannig að á mánudögum eru einungis áfangatímar. Fyrir hádegi á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum eru einnig áfangatímar. Eftir hádegi þá daga eru vinnustofur þar sem nemendur velja sjálf í hvaða stofu þau eru og hvaða verkefnum þau vinna að.

Hvernig er félagslífið í VA?

Nemendafélagið í VA heitir NIVA. Nemendafélagið stendur fyrir allskonar viðburðum yfir skólaárið, þar má nefna ýmsa fasta viðburði eins og árshátíð, spilakvöld, FIFA-mót og spurningakeppnir. Skólinn tekur þátt í Gettu-betur og hefur náð í sjónvarpshluta keppninnar síðastliðin tvö ár!

Að auki stendur nemendafélagið fyrir svokölluðum VA bolta sem er einu sinni í viku í íþróttahúsinu í Neskaupstað.

Eruð þið með leikfélag?

Leikfélagið Djúpið var stofnað árið 2005 og hefur sett upp ýmsar leiksýningar síðan, meðal annars Cry baby, We will rock you, Grease og Mamma Mia.

Hvað eru margir nemendur í VA?

Fjöldi nemenda í dagskóla er breytilegur en er yfirleitt í kringum 150 nemendur. Í fjarnámi eru svo um 200 nemendur að auki. Við erum fámennur og góður skóli sem gerir það að verkum að kennslan, umhverfið og þjónustan er persónuleg og góð.

Ég hef áhuga á iðnnámi en vill ljúka stúdentsprófi líka, er það hægt?

Já, það er hægt. Það er til dæmis hægt að ljúka námi í iðngrein og bæta við viðbótarnámi til stúdentsprófs. Ef þú vilt hinsvegar fara á stúdentsbraut en hefur áhuga á iðnnámsgreinum, þá er hægt að taka áfanga í iðnnámi í frjálsu vali á stúdentsbrautum.

Ég er með námsörðugleika, hvaða þjónusta stendur mér til boða?

Þjónusta náms- og starfsráðgjafa skólans inniheldur meðal annars fræðslu og aðstoð vegna námsörðugleika. Gott er að leita til náms- og starfsráðgjafa til að finna út hvaða þjónusta og aðstoð hentar best.

Hver eru inntökuskilyrði?

Nemendur með A, B+, B, C+ og C á grunnskólaprófi geta innritast á allar námsbrautir skólans. Nemendur sem lokið hafa kjarnagreinum grunnskóla með A, B+ og B hefja nám á 2. þrepi í þeim greinum. Nemendur með einkunnina C+ og C raðast að jafnði á 1. þrep. Nemendur sem ljúka kjarnagreinum með D hefja nám á framhaldsskólabraut.

Hvernig sæki ég um nám?

Sótt er um nám í VA í gegnum www.menntagatt.is vori og hausti. Nánari upplýsingar um tímasetningar umsóknarferlis sjá þar. Umsóknir í dreif- og fjarnám fara fram í gegnum heimasíðu VA. Einnig er hægt hafa samband við áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjafa varðandi umsókn.

Er heimavist í VA?

, heimavist er við skólann og er hún ætluð nemendum sem stunda fullt staðnám. Á heimavistinni eru 29 tveggja manna herbergi, hvert með sér baðherbergi. Á hverjum herbergisgangi er eldhúskrókur með örbylgjuofni og ísskáp. Í sameiginlegu rými er setustofa, sjónvarp, poolborð, borðtennisborð, matsalur og rúmgott anddyrri. Sjá nánar hér: https://www.va.is/is/thjonusta/heimavist

Er mötuneyti í VA?

, í bóknámshúsi skólans er mötuneyti sem tekið var í notkun haustið 2022. Nemendur geta keypt sér staka máltíð eða áskrift í mötuneytið. Nemendur á heimavist eru sjálfkrafa skráð í fæði fimm daga vikunnar.