LAND1AU05

LAND1AU05     Landafræði, maðurinn og auðlindir jarðar

Undanfari: FÉLVÞF05 eða sambærilegur áfangi

Landafræði er ákveðinn grunnur sem hver einstaklingur mun búa að alla ævina. Í landafræði er verið að skoða heiminn með tilliti til hvernig við notum jörðina, hvernig við getum bætt lífskjör þeirra sem búa við hungur og fátækt, hvernig við getum haldið ákveðnum lífsgæðum og nýtt til þess auðlindir án þess að ganga þannig á þær að næstu kynslóðir eiga ekki sama aðgang að lífsgæðum. Landafræði skýrir líka hvar og hvaða lönd liggja saman, hvernig við sjáum samskipti þjóða af ólíkum uppruna og með ólíka landshætti þróast á jákvæðan hátt. Þekking á nánasta umhverfi sem í okkar tilfelli er Ísland er nauðsynleg hverjum og einum. Landafræði á að varpa ljósi á staðhætti og þróun byggðar og atvinnu á Íslandi. Einnig þarf hver einstaklingur að þekkja helstu þætti skipulagsmála og geta gert sér grein fyrir samspili náttúru og mannvistar og skilja mikilvægi þess að skipulag er nausynlegt til að viðhalda lífsgæðum. Ennfremur þarf að auka þekkingu á sjálfbærri þróun hvar sem er í heiminum og skilja þátt lands eins og Íslands í alþjóðlegu samstarfi mikilvægra mála.