LÍFF2LE05

LÍFF2LE05     Lífeðlisfræði

Undanfari: NÁTT1GR05 eða sambærilegur áfangi

Í þessum áfanga er gerð grein fyrir grunninntaki lífeðlisfræði og fjallað almennt um líkamsstarfsemi lífvera en með megináherslu á lífeðlisfræði mannslíkamans. Skoðuð er innri starfsemi frumna og hlutverk frumulíffæra skilgreind. Fjallað er um boðflutning, um bæði hormónakerfið og taugakerfið. Einnig er fjallað um blóðrás og önnur flutningskerfi, varnarkerfi, úrgangslosunarkerfi, næringarnám og meltingu. Farið er í stoðkerfi og hreyfingu, skynjun, æxlun og fósturþroskun.