LÍFF2VF05

LÍFF2VF05     Vistfræði

Undanfari: NÁTT1GR05 eða sambærilegur áfangi

Í áfanganum er fjallað um grunnhugtök vistfræðinnar og helstu viðfangsefni. Rannsóknaraðferðir í vistfræði eru kynntar. Fjallað er um uppbyggingu vistkerfa og mótun þeirra, tengsl lífvera við aðrar lífverur sem og lífvana umhverfi, orkuflæði vistkerfa og efnahringrásir. Litið er til sjálfbærrar nýtingar stofna og lífrænna auðlinda ásamt því að skoða helstu rök fyrir náttúruvernd. Rætt er um áhrif vistfræðilegra þátta á aðlögun, þróun og hæfni lífvera. Fjallað er um líffræðilegan fjölbreytileika og breytingar á tegundasamsetningu líffélaga, bæði af náttúrulegum orsökum og af völdum manna.