LÍFS1HN02

LÍFS1HN02     Lífsstíll A

Áfanginn er bóklegur og er kenndur samhliða verklega áfanganum Hreyfing A. Í áfanganum verður fjallað um andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði. Lögð verður áhersla á forvarnir í víðu samhengi og nemendur fá tækifæri til að glöggva sig á gildismati sínu, hegðun, félagslegu umhverfi og framtíðarsýn. Einnig verður fjallað um námsstíla og vinnubrögð í námi.