LÍFS3LD01

LÍFS3LD01     Lífsstíll D

Undanfari: Lífsstíll A, B og C. Hreyfing A,B,C,D

Í áfanganum er lögð áhersla á markmiðasetningu og lífsstíl. Bæði verður unnið með skammtíma- og langtímamarkmið. Nemendur vinna sjálfstætt verkefni, eigin lífsstíls- og þjálfunaráætlun, sem byggir á þekkingu úr fyrri lífsstíls og hreyfingaráföngum. Nemendur fá fræðslu um gildi þess að lifa heilbrigðu lífi og kynnast fjölbreyttum möguleikum umhverfisins til líkams- og heilsuræktar.