LKN 103 Lífsleikni

LKN 103

Undanfari enginn

Í áfanganum er lögð áhersla á að kynna starfsemi skólans og þá námsmöguleika sem  hann býður upp á. Þá er almennt fjallað um nám á framhaldsskólastigi og hvernig það tengist kröfum atvinnulífsins. Í áfanganum er námstækni gerð nokkur skil svo og hæfni nemenda til tjáningar og þátttöku í umræðum efld. Lögð er áhersla á vinnu þemaverkefna um margvísleg efni þar sem lögð er áhersla á stöðu einstaklingsins í samfélaginu og stöðu hans gagnvart umhverfinu.