MÆR 102 Mælingar í rafmagnsfræðum

MÆR 102

Undanfari enginn
Kenndur samhliða RAF103
Lögmál og reglur sem fyrir koma í RAF 103 eru staðfest með mælingum. Uppbygging mæla, tegundir, nákvæmni, næmi og tákn á mælum. Vinnubrögð við mælingar og skýrslugerð. Grundvallaratriði straum- og spennumælinga, eðlisviðnám leiðara. Sambandið milli straums, viðnáms og spennu er mælt og lögmál Ohms staðfest. Straum- og spennudeiling í rað- og hliðtengdum straumrásum mæld og lögmál Kirchoffs staðfest. Tengingar spennugjafa og innra viðnám. Afl- og orkumælingar.