MÆR 202 Mælingar í rafmagnsfræðum

MÆR 202

Undanfari MÆR 102
Kenndur samhliða RAF202
Lögmál og reglur sem fyrir koma í RAF 202 eru staðfest með mælingum. Nemendur öðlast dýpri skilning og meiri færni í notkun algengustu rafmagnsmælitækja og fá þjálfun í notkun sveiflusjár, riðspennugjafa, fasviksmæla, mælibrúa og annarra hjálpartækja. Lögð er áhersla á að mælingar fylgi fræðilegri umfjöllun. Óvissa í mælingum, framleiðslunákvæmni og mælar sem sýna álag og áhrif breytilegrar tíðni við riðspennumælingar á niðurstöður. Mælingar á riðstraumsrásum, spólum, þéttum og fasviki. Áhersla lögð á gagnkvæmaverkun spólu og þéttis.