MOF 103 Myndbygging og formfræði

MOF 103

Undanfari enginn.
Sýnt er hvernig formheimurinn greinist í frumform; ferninga, hringi, þríhyrninga o.s.frv. Gerðar eru æfingar með form og andhverf form á tvívíðum fleti og hvernig slíkar skiptingar mynda grafísk skilaboð. Farið er yfir í fyrsta lagi hvernig form byggja upp kyrrstöðu og spegilmyndir með miðjusettu jafnvægi. Í öðru lagi hvernig staðsetning, frámiðja og ójafnvægi myndar spennu og hvernig slíkt er notað við myndbyggingu og uppsetningu á hvers kyns myndrænni framsetningu. Skoðuð eru fyrirbæri eins og mýkt og harka, forgrunnur, miðgrunnur og bakgrunnur. Fjallað er um kenningar í myndbyggingu frá klassískri hlutfallafræði til afbyggingar nútímans. Farið er yfir litakerfi, litsamsetningar og áhrif lita.