NÁT 113 Náttúruvísindi

NÁT 113

Undanfari enginn

Kynning á jarðfræði

Í áfanganum er jarðfræði kynnt sem vísindagrein og hvernig hún tengist öðrum vísindagreinum. Áhersla er lögð á nemendur vinni sérhæfð verkefni sem krefjast öflunar upplýsinga og vettvangsathugana og læri að kynna þau á ýmsan hátt. Í verkefnunum skal leitast við að flétta saman náttúru, tæknivætt samfélag og menningu og þá þætti sem mestu ráða um umgengni okkar við náttúruna.