NÁT 123 Náttúruvísindi

NÁT 123

Undanfari enginn

Eðlis- og efnafræði

Í áfanganum er kynnt hvernig helstu eðlis- og efnafræðilögmál tengjast viðfangsefnum úr náttúru og nútímatækni. Orkulögmálið er þungamiðja áfangans. Sýnt er hvernig ýmsar myndir þess tengjast tækninni með sérstakri áherslu á íslenskar aðstæður. Nemendur vinna að verkefnum sem fjalla um samspil náttúru, tækni og samfélags og þá þætti sem ráða mestu um umgengni okkar við náttúruna og auðlindir jarðar.