ÖRF 101 Öryggis- og félagsmál

ÖRF 101

Undanfari enginn

Í þessum áfanga er farið yfir öryggismál almennt. Fjallað er um hollustuhætti og vinnuvernd, meðferð hættulegra efna, vinnustellingar (hreyfifræði), atvinnu-sjúkdóma og helstu orsakir vinnuslysa. Kynnt eru samtök iðnnema, sveina og meistara. Farið er yfir námsskrá og gildandi lög og reglugerðir um iðnfræðslu. Fjallað er um helstu atriði gildandi kjarasamninga og ákvæðistaxta. Útfylltar eru tímaskýrslur og einfaldir launaútreikningar gerðir.