Rafiðndeild - leiðbeiningar 5. október 2020

Rafiðndeild (grunnnám rafiðna og rafvirkjun) tilheyra sóttvarnahólfi 3.

Inngangur í hólf 3 er að norðanverðu bóknámshúsi (beint inn í nemendarými í gamla hluta skólans). Hólfi 3 fylgja stofur 4 og 5 ásamt nemendarými og salernum þar inn af. Athugið að nemendur mega ekki fara á milli hólfa. 

Kennarar deildarinnar hafa í dag unnið það þrekvirki að flytja rafiðndeildina á milli húsa svo hægt væri að kenna allt starfsnám við skólann en jafnframt uppfylla kröfur um hópastærðir og samgang. 

Nemendur í deildinni hafa aðgang að mötuneyti kl. 12:00 - 12:30.

Kennsla í áföngum deildarinnar fer fram samkvæmt stundaskrá í staðnámi en að sjálfsögðu í þessu nýja rými. Nemendur brautarinn fara því ekkert í verknámshús á meðan núverandi takmarkanir um skólahald gilda. 

Ein undanteknin verður frá staðnáminu en það er rafmagnsfræði á 1. önn sem Hildur kennir. Í þeim áfanga er blandaður hópur nemenda úr rafiðndeild og málm- og véltæknideild og því verður að kenna hann í fjarnámi. Kennslan fer fram í gegnum Bláa hnöttinn. 

Almennir áfangar eins og stærðfræði, enska, íslenska, danska, hreyfing, lífsleikni o.s.frv. verða kenndir i fjarnámi í gegnum Bláa hnöttinn.

Nemendur að mæta stundvíslega í alla tíma á Bláa hnettinum. Upplýsingar fyrir hvern áfanga verða aðgengilegar á Kennsluvef (https://moodle.va.is/ ) en þaðan fara nemendur inn í Bláa hnöttinn. Ef nemendur lenda í vandræðum með að komast inn á hnöttinn er mikilvægt að þeir hafi samband við kennara og/eða Viðar kerfisstjóra, vidar@va.is .

Dreifnám í rafiðndeild

  • Vinnustofur í dreifnámi verða á sama tíma og verið hefur en með þessari breyttu staðsetningu sem lýst hefur verið hér fyrir ofan.
  • Athugið að ef grímur eru notaðar er mikilvægt er að þær séu notaðar rétt til að þær geri gagn - sjá hér.

Ef nemendur lenda í vandræðum með að komast inn á Bláa hnöttinn er mikilvægt að þeir hafi samband við kennara og/eða Viðar kerfisstjóra, vidar@va.is .