RAL 302 Raflagnir, reglugerð, efnisfræði

Raflagnir                                                                              RAL 302
Undanfari:    RAL 203.
Áfangalýsing
Í þessum áfanga er áhersla lögð á boðskiptalagnir s.s. tölvu-, síma-, loftnetslagnir og lagnir fyrir aðvörunar- og öryggiskerfi. Fjallað er um lagnaaðferðir og frágang boðskiptalagna í rennur og á stiga. Einnig kröfur er varða togátak og beygjuradíus, niðurspennu og festingar svo og millibil milli lagna og lagnaleiðir. Þá er fjallað um gegnumtök í veggjum mismunandi brunahólfa og hljóðeinangrun og farið í reglugerðarákvæði í rafmagns- og byggingareglugerðum varðandi þessi atriði.
Áfangamarkmið:
Nemandi
·         þekki reglugerðir um boðskiptalagnir
·         þekki aðferðir og kröfur við lagningu boðskiptalagna
·         geti lagt boðskiptalagnir (tölvu-, síma-, hljóð,- mynd- og loftnetslagnir)
·         þekki kröfur um frágang á köplum í rennum, bökkum og stigum í veggopum með tilliti til hljóð- og brunaeinangrunar
·         geti lagt lagnir fyrir aðvörunar- og öryggiskerfi
·         þekki kröfur um frágang á raf- og boðskiptalögnum í gegnumtökum í skipum
Efnisatriði:
Stigar, Rennur , Bakkar, Smáspennulagnir, Tölvulagnir, Símalagnir, Endabúnaður, Cat5-7, Ljósleiðarar, Dyrasímar, Öryggisfræði, Reglugerð, Bilanagreining, Brunahólf, Gegnumtök milli brunahólfa, Kapalfestingar, Gegnumtök í skipum.
Námsmat:
            Verkefnaskil og próf
            Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5,0