SAG 383 Saga austurlands

SAG 383

Undanfari:Enginn
Saga Austurlands
Í áfanganum er fjallað um sögu Austurlands. Farið er yfir sögulega þróun landshlutans og síðan fjallað um valda þætti sem eru áhrifaríkir. Sérstök áhersla er lögð á atvinnusögu og hvernig atvinnuþróunin mótar aðra þætti mannlífsins.
Lögð er áhersla á að heimsækja söfn og eins verða nokkrir sögustaðir heimsóttir. Þá er boðið upp á gestafyrirlestra og verður í þeim meðal annars fjallað um fornleifarannsóknir á Austurlandi.