SAGA3ÞS05

SAGA3ÞS05     Saga 20. aldar

Undanfari: 10 einingar á 2. þrepi

Í áfanganum verða teknir fyrir valdir þættir í Íslands- og mannkynssögu 20. og 21. aldar. Þættirnir eru valdir af nemendum og kennara og spilar áhugi nemenda því stórt hlutverk. Á sama tíma verður lögð áhersla á gagnrýna hugsun, heimildaleit og mat á þeim. Mikil áhersla er á að nemendur kynnist mismunandi tegundum heimilda og læri að leggja mat á þær með gagnrýnni hugsun. Áhersla er lögð á að nemendur kafi djúft ofan í viðfangsefnin sem verða fyrir valinu.