SÁL 123 Sálfræði

SÁL123

Samhliða: UPP 122
Sálfræði
Kynning á þroskasálfræði, hugtökum hennar og helstu álitamálum, t.d. hlut erfða og umhverfis í mannlegum eiginleikum. Helstu þroskakenningar kynntar. Fjallað um alhliða þroskaferil frá vöggu til kynþroska, einkum líkams- og hreyfiþroska, vitsmunaþroska, persónuleika- og málþroska. Einkum er fjallað um eðlilegan þroska en einnig lítillega um frávik og orsakir þeirra. Stiklað er á stóru varðandi þroskaferil frá og með kynþroska. Verkefnavinna taki mið af viðfangsefnum sem nemandi mun sinna í starfi sínu sem félagsliði.