SÁLF2ÞS05

SÁLF2ÞS05     Þroskasálfræði

Undanfari: SÁLF2IS05

Þroskasálfræði fjallar um þroskaferil manneskjunnar frá fæðingu til grafar. Helstu kenningar þroskasálfræðinnar verða kynntar sem og helstu hugtök og álitamál. Sérstök áhersla verður lögð á vitsmuna-, félags- og tilfinningaþroska. Fjallað verður um þroskaferil frá getnaði til gelgjuskeiðs en einkum líkams- og hreyfiþroska, greind og vitsmunaþroska, málþroska, nám og námsörðugleika og tilfinningaþroska. Einnig verður fjallað um geðtengsl og mótunaráhrif fjölskyldu og vina sem og geðraskanir og ýmis vandamál barna og unglinga. Nemendur fá æfingu í rökræðum og umræðum um álitamál. Viðfangsefnin geta verið breytileg og mótast af áhuga nemenda og kennara.