SAS 113 Samskipti og samstarf

Áfangaheiti: SAS 113

Námsgrein: Samskipti og samstarf

Undanfari: Enginn

Áfangalýsing

Í áfanganum er fjallað um samskipti ýmsan hátt; Leiðir til að ná árangri í samskiptum, mismunandi form samskipta og hvernig ólík hlutverk og aldur einstaklinga hafa áhrif á samskiptaform þeirra. Einnig verður fjallað um gildi virðingar og fordómaleysis í samskiptum, hvað vert er að hafa í huga í samræðum um viðkvæm málefni og viðbrögð fólks við kvíða- og streituvaldandi aðstæðum. Fjallað verður um hugtök eins og samkennd, samlíðan og samhygð og mikilvægi þess að geta sett sig í spor annarra. Tjáskiptareglur ólíkra menningarsvæða eru kynntar, kynjatengd samskipti, munur á jákvæðum og neikvæðum samskiptum skoðaður sem og hvernig virk hlustun eykur gæði samskipta. Skoðað er hvernig tjáskipti án orða svo sem viðmót, svipbrigði, líkamstjáning og raddbeiting hefur áhrif á samskipti daglegs lífs og getur mótað gæði samskipta.