Símatsáfangi

Í símatsáfanga er námsmat fjölbreytt og nemendur fá tækifæri til að láta þekkingu sína, leikni og hæfni njóta sín. Allir þættir námsins eru metnir m.a. framfarir, þekking, skilningur og leikni. Námsmatinu er ætlað að vera upplýsandi um stöðu nemandans hverju sinni. Regluleg endurgjöf er mikilvæg til að nemendur hafi tækifæri til að bregðast strax við séu þeir að fara út af sporinu.

Áherslan skal vera á leiðsagnarhlutverk og að nemandi hafi tækifæri til að bæta sig.

Í símatsáfanga byggir námsmatið á að minnsta kosti fjórum þáttum.

Hver þáttur skal gilda mest 35% .

Einungis einn námsmatsþáttur má gilda 35% innan símatsáfanga.

Námsmat má þó innihalda ,,óvirkt námsmat” t.d. þegar 15% matsþáttur byggir á fjórum verkefnum/prófum og aðeins þrjú þau bestu gilda.

Til að standast námsmat í símatsáfanga þarf nemandi að hafa náð 45% námsmarkmiða að lágmarki.

Í samráði við gæðastjóra er heimilt að gera kröfu um lágmarkseinkunn í lykilmatsþáttum. Í lykilmatsþætti er nemendum heimilt að endurtaka viðkomandi matsþátt í samráði við kennara.