Markmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu, færni og hæfni sem krafist er til skipstjórnarréttinda á skipum styttri en 24 metrar. Réttindin fást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma og starfsþjálfun.
Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.
Nám til A réttinda skipstjórnar er 65 einingar. Námstími er 1 1/2 ár í skóla. Til að standast námsmat í áfanga* og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá.
*IMO – Séráfangar í skip-og vélstjórnarskólanum: Í ákveðnum áföngum í skip- og vélstjórn eru sérkröfur um lokaeinkunnina 7. Sérkröfurnar eru skilgreindar sérstaklega í kennsluáætlunum. Í þessum áföngum er einnig heimilt að gera kröfu um lágmarkseinkunnina 7 í lykilmatsþáttum sem vega a.m.k. 15% af lokaeinkunn.
Sjá nánar á vefsíðu IMO – European Maritime Safety Agency
*Þessar sérkröfur taka gildi frá og með 19. ágúst 2025 og á ekki við um nemendur sem hófu nám fyrir þann tíma.
Nánari brautarlýsing
| Námsgrein |
|
|
|
f-ein |
| Aflameðferð og vinnsluaðferðir |
AFLA |
1SA04 |
|
4 |
| Fjarskipti skipa |
FJAS |
3SA04 |
|
4 |
| Hönnun skipa |
HÖSK |
2SS05 |
|
5 |
| Siglingahermir |
SAML |
3SA04 |
|
4 |
| Siglingafræði |
SIGF |
2SA04 |
3SA04 |
8 |
| Siglinga- og fiskileitartæki |
SIGT |
2SA04 |
|
4 |
| Sjóvinna og sjómennska |
SJÓM |
2SA03 |
|
3 |
| Sjóréttur |
SJÓR |
2ÁS05 |
|
5 |
| Siglingareglur og skipstjórn |
SRSK |
2SA05 |
|
5 |
| Stöðugleiki skipa |
STÖL |
2SA04 |
2SA05 |
9 |
| Umhverfisfræði |
UMHV |
2ÓS05 |
|
5 |
| Veiðitækni og sjávarútvegur |
VETS |
2SA04 |
|
4 |
| Veðurfræði |
VEÐU |
2SA04 |
|
4 |
| |
|
|
Alls f-einingar |
65
|
Uppfært 19.08.2025