SMÍ 104 Smíðar

SMÍ 104

Undanfari enginn

Nemendur gerðir hæfir til að nota handverkfæri og einföldustu tæki til smíði og viðhalds vélbúnaðar, svo og að geta farið með og lesið af algengustu mælitækjum í málmiðnaði og lesið einföldustu vinnuteikningar.
Unnið er að verkefnum svo sem að mæla, saga, sverfa, bora, snitta, slípa, meitla, o.s.frv. Þétting röraskrúfa. Ná úr brotnum boltum. Notkun taflna. Samhliða fer fram fræðsla um slysahættu og öryggisþætti. Farið er yfir notkunarsvið, meðhöndlun, umhirðu, viðhald og öryggisþætti við notkun handverkfæra og tækja sem notuð eru í málmiðnaði. Kennslan er bæði verkleg og bókleg.