SPÆN1AF05

SPÆN1AF05     Spænska II

Undanfari: SPÆN1AG05 eða sambærilegur áfangi.

Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Unnið er að færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Orðaforði eykst og ný málfræðiatriði eru æfð. Nemendur þurfa í auknum mæli að tjá sig munnlega og textar verða smám saman lengri og þyngri. Flétt er inn í kennsluna upplýsingum um menningu og staðhætti spænskumælandi landa. Áhersla er lögð á frumkvæði nemenda og að þeir fylgist með framvindu náms síns og framförum í samræmi við evrópska tungumálamöppu. Nemendur eru þjálfaðir í notkun spænskrar orðabókar.