SPÆN1AU05

SPÆN1AU05     Spænska III

Undanfari: SPÆN1AF05 eða sambærilegur áfangi

Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér í ritun í samræmi við þrep A2 í Evrópska tungumálarammanum. Unnið er að færni í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Orðaforði eykst og ný málfræðiatriði eru æfð. Í áfanganum er lögð áhersla á færni um að skilja allt talað og ritað mál almenns eðlis og kynnast spænskri menningu. Áhersla er lögð á aukinn orðaforða og lesskilning og verða textar smám saman lengri og þyngri. Orðaforði eykst og lokið verður við umfjöllun um öll helstu grundvallaratriði málfræðinnar svo að nemendur geti tjáð sig af lipurð bæði munnlega og skriflega. Lögð er áhersla á að nemendur geri sér ljósa eigin ábyrgð í málanámi og átti sig á mikilvægi eigin frumkvæðis og vinnu.