STÆ 102 Stærðfræði

STÆ 102

Undanfari enginn

Algebra, jöfnur og hlutföll

Lagður er grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði, nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslum og lausnum verkefna og þrauta. Meginviðfangsefni eru upprifjun á talnameðferð, einföld algebra og jöfnur. Enn fremur er fjallað um hnitakerfið, jöfnu beinnar línu og hlutfallahugtakið. Fallhugtakið er kynnt og ýmis föll athuguð með hjálp reiknitækja.
Auk styttri verkefna vinni nemendur a.m.k. eitt samvinnuverkefni eða ritgerð, t.d. um hagnýtingu stærðfræðinnar í daglegu lífi.