STÆ 122 Stærðfræði

STÆ 122

Undanfari enginn

Rúmfræði

Lagður er grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði, nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslum og lausnum verkefna og þrauta. Meginviðfangsefnin eru á sviði rúmfræði. Fjallað er um nokkur hugtök evklíðskrar rúmfræði og hlutverk hennar í vestrænni menningu. Nemendur læra að sanna reglur, þar með talið reglu Pýþagórasar. Áhersla er lögð á að varpa ljósi á hlutfallshugtakið, einslögun og hornaföll.