STÆR3BP05

STÆR3BP05     Breiðbogaföll og pólhnitakerfi

Undanfari: STÆR3HE05 eða sambærilegur áfangi

Meginefni áfangans eru breiðbogaföll, heildun, pólhnitakerfi, tvinntölur og diffurjöfnur auk tengdra viðfangsefna. Breiðbogaföll eru skoðuð og þau borin saman við hornaföll. Farið er í hvernig heildun er notuð til að finna rúmmál snúða, yfirborð og bogalengd. Einnig eru pólhnitakerfi og tvinntölur skoðaðar í rétthyrndum hnitum og pólhnitum. Lausnir annars stigs línulegra diffurjafna með stuðlum úr mengi rauntalna. Skoðuð eru tengsl milli efnis áfangans og hagnýtingu þess. Í áfanganum er lögð áhersla á skipulögð vinnubrögð, röksemdafærslur og nákvæmni í framsetningu við lausn verkefna í stærðfræði.