Starfsbraut - leiðbeiningar 5. október 2020

Starfsbraut tilheyrir sóttvarnahólfi 1 og mun brautin nýta sömu kennslustofur og venjan er.

Sóttvarnahólfi 1 tilheyra eftirfarandi svæði í skólanum

  • 3. hæð í bóknámshúsi
  • 1. hæð í bóknámshúsi
  • Stigagangur í bóknámshúsi, salerni á stigaganginum
  • Aðal anddyri bóknámshúss (inngangur til vesturs)

Nemendur eiga að ganga um aðalinngang að vestanverðu bóknámshúsi. Nemendum er óheimilt að fara á milli sóttvarnasvæða. Þegar nemendur mæta í skólann á morgun verður sóttvarnasvæðið sem brautin fylgir útskýrt.

Nemendur starfsbrautar hafa aðgang að mötuneyti á heimavist kl. 12:00 – 12:30.

Sumir nemendur starfsbrautar sækja áfanga utan brautar og eiga þeir af hafa fengið póst frá Auði þar sem útskýrt er nánar hvernig fyrirkomulagið verður næstu tvær vikurnar.