STJÖ2SH05

STJÖ2SH05     Almenn stjörnufræði

Undanfari: NÁTT1GR05 eða sambærilegur áfangi

Viðfangsefni þessa áfanga er stjörnuhimininn og þau fyrirbæri sem þar finnast. Fjallað er um eiginleika rafsegulbylgja og aðferðir stjörnufræðinga við rannsóknir með þeim, mismunandi gerðir sjónauka, reikistjörnur og önnur fyrirbrigði sólkerfisins, eðli sólarinnar, líf sólstjarna frá fæðingu til dauða, vetrarbrautir, fjarfyrirbrigði, heimsmynd nútímans og leit að lífi á öðrum hnöttum. Nemendur læra að lesa á stjörnukort og nýta sér upplýsingatækni við stjörnuathuganir og stjörnuskoðun. Einnig er fjallað um sögu stjörnufræðinnar, geimrannsóknir og geimferðir.