ÞRO 103 Þroski og hreyfing

ÞRO 103 Þroskaþættir og hreyfing

Undanfari:

Enginn

Áfangalýsing

Í áfanganum læra nemendur um þroska barna á leik- og grunnskólaaldri. Farið er yfir þroskaþætti barna og nemendur fá að kynnast ýmsum leikjum sem henta börnum á þessu aldursskeiði. Dæmi eru tekin af þremur gerðum leikja:

Ég – Þú – Við leikir, og flokkun leikja, m.a. bolta- og hlaupaleikir. Nemendur kynnast fjölbreyttum æfingum með áhöldum s.s. boltum af ýmsum stærðum og gerðum, baunapokum, sippuböndum, blöðrum og teppabútum. Einnig er farið í æfingar með leikfimiprik, slæður, hringi og fleiri lítil áhöld. Stefnt er að því að nemendur fái innsýn í það hvernig megi greina alvarleg frávik frá eðlilegum líkams- og hreyfiþroska. Nemendur fá þjálfun í að setja upp vikuáætlun með leik-og grunnskólakennara, skipuleggja hreyfistund barna og taka þátt í íþrótta- og frístundaskóla hjá íþróttafélagi eða skóla. Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur.

Áfangamarkmið

Nemandi

  1.  þekki helstu þroskaþætti 
  2. • kunniað setja upp einfalda gátlista
  3. • þekki einfalt þroskapróf
  4. • sé fær um að vinna með börnum á leik- og grunnskólaaldri
  5. • þekki skipulag hreyfistarfs í leik –og grunnskóla
  6. • geti gert grein fyrir mikilvægi hreyfingar á leik- og grunnskólaaldri
  7. • þekki muninn á gróf- og fínhreyfingum
  8. • geti gert grein fyrir mikilvægi réttrar uppbyggingar á tímaseðli hreyfistundar 
  9. • þekki mikilvægi hróss og hvatningar í uppeldi barna

     

Efnisatriði

Þroskaþættir, leikir, ýmsar tegundir leikja, boltaleikir, hlaupaleikir, boðhlaupsleikir, smááhöld, gróf- og fínhreyfingar, áætlanagerð, vikuáætlun, skipulag hreyfistundar, frístundaskóli, íþróttaskóli og starfsgeta leik- og grunnskólabarna, frávik.

Námsmat

  1.  Skriflegt próf
  2. • Mat á æfingakennslu
  3. • Mat á leikjakennslu 
  4. • Verkefni