ÞÝS 403 Þýska

ÞÝS 403

Undanfari ÞÝS 303

Markmið áfangans er að nemendur bæti sig í munnlegri og skriflegri tjáningu og auki les- og hlustunarskilning sinn. Haldið er áfram að byggja upp orðaforða bæði almennt og í tengslum við ákveðin þemu sem tekin eru fyrir í námsefninu. Málfræðiatriði eru rifjuð upp og aukið við. Að loknum þessum áfangaeiga nemendur að hafa öll helstu grundvallaratriði þýskrar málfræði á sínu valdi. Nemendur öðlist aukna innsýn í lifnaðar- og staðhætti í þýskumælandi löndum m.a. með lestri smásagna,kvikmyndaáhorf og söng.