TNT 403 Tölvur og netkerfi

Tölvur og Net                   TNT 403

Undanfari:    TNT 302
 
Áfangalýsing
Í þessum áfanga lærir nemandinn framhald af þeim grunni sem hann lærði um stafrænar rásir í TNT-102. Hann lærir hér um reiknirásir, kóðabreyta, vippur, teljara og hliðrunar register, ásamt bilanaleit með mælitækjum og með hjálp hermiforrita. Í framhaldi af þessu færir hann sig nær örtölvunni; minnisrásir allskonar ásamt því hvernig gögnin eru meðhöndluð í minnunum. Samhliða þessu æfir nemandinn sig í að tengja og prófa rásirnar á sérhæfðum tengispjöldum fyrir rökrásir ásamt því að teikna rásirnar og prófa virkni þeirra í hermiforriti, t.d. Multisim. Síðast fær nemandinn létta kynningu á örgjörva; uppbyggingu hans og stjórnun með véla- og/eða smalamáli. Þá kynnast nemendur því hvernig örgjörvinn tengist minni og inn- og útgöngum með vistfangs-, ganga- og stýribrautum.   
Námið byggist upp á verkefnavinnu, þar sem hvert verkefni samanstendur af útlistun þeirrar tækni sem verkefnið fjallar um, auk verklegrar æfingar þar sem nemandinn brýtur verkefnið til mergjar, tengir, prófar og mælir og tekur saman niðurstöður. Í þessum verkefnum verði einnig lögð áhersla á að nemandinn nýti sér mælitæki til að finna tengivillur og bilanir ásamt prófana í hermiforriti.
 
Áfangamarkmið
Nemandi þekki eftirfarandi:
 • TTL og COS rásir og tengingar við rofa og aflstýringar (segulliðar)
 • Bilanaleit í rökrásum með mælitækjum og með hjálp hermiforrita.
 • Tvíundar reikniaðferðir ásamt samlagningar rásum (Binary Adder)
 • Rásir til kóðunar og afkóðunar og kóðabreytingar (Decoder – Encoder).
 • Multiplexer og DeMultiplexer.
 • Parity (Pörun) og Parity generatora.
 • Vippur (Flip Flop) af SR, JK og D gerð.
 • Teljara (Synchrone og Asynchrone) með Decoder og LED Ljósstöfum.
 • Shift Register – Serial og Paralell gagnaflutningur
 • Minnisrásir; RAM, DRAM, SRAM, ROM, PROM, EPROM, FLASH.
 • Högun gagna; Byte, Word, Address, FIFO, LIFO
 • Geti notað hermiforrit ( t.d. Multisim) til teikningar og prófunar rafeindarása.
Nemandinn kynnist eftirfarandi:
 • Forritanlegar rásir; PAL og GAL
 • Örgjörvar svo sem 8086 og Pentium ásamt tengingu þeirra við minni og inn- og útgangsrásir með vistfangs-, gagna- og stýribrautum.
 • Samskipti örgjörvans við minni og jaðarrásir - skipanahringurinn og stýring örgjörvans með skipunum t.d. véla- og smalamáli.
Efnisatriði:
TTL , CMOS, Rofar og Segulliðar. Tvíundar reikniaðferðir og ADDER
Afkóðarar og kóðarar. (Decoder – Encoder). Línufækkunar- og línufjölgunarrásir (Multiplexer og DeMultiplexer). Pörunar (Parity) rásir.
SR og D lásar. SR, D og JK vippur Samstilltir og ósamstilltir teljarar (Synchrone og Asynchrone) Afkóðarar og LED Ljósstafir. Hliðrunarregister (Shift Register)
Rað og samsíða (Serial og Paralell) gagnaflutningur RAM, DRAM, SRAM, ROM, PROM, EPROM, FLASH. Byte, Word, Address, FIFO, LIFO
PAL og GAL 8086 eða Pentium
Tenging minnis og inn/útganga við örgjörva.
Vélamál og Smalamálsforritun.
 
Námsmat:
            Verkefnaskil og próf
            Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5,0