ÚHV 102 Útveggjaklæðningar - húsasmíði

ÚVH102 Útveggjaklæðningar - húsasmíði

 
Undanfarar: INK102

Tekin fyrir grunnatriði í byggingaeðlisfræði, s.s. kröfur til bygginga, innri og ytri kraftar, burðarvirki og mismunandi álag. Einnig fjallað um ýmsa almenna þætti hita-, hljóð- og rakaeinangrunar og brunatæknilegar útfærslur á byggingum, loftræstar útveggjaklæðningar og algeng vegggluggakerfi úr málmi, stein- og plastefnum. Fjallað er um eiginleika einstakra grindar- og klæðningarefna, gerð og þéttleika festinga, einangrun, afréttingu o.fl.