UPP 122 Uppeldisfræði

UPP 122

Samhliða: SÁL 123
Uppeldisfræði
Lögð er áhersla á að nemandinn sé meðvitaður um tengsl milli hugmyndafræði, markmiða og aðferða við uppeldi á börnum og ungmennum. Hugtakið uppeldi er tekið til umræðu og gildi uppeldis fyrir einstaklinginn og samfélagið. Mismunandi viðhorf til uppeldis eru skoðuð í ljósi ólíkra viðhorfa til mannlegs eðlis. Skoðaðar verða valdar rannsóknir um uppeldisaðferðir
foreldra og helstu áhrifavalda í lífi barnsins s.s. fjölskyldu, vini, fjölmiðla, leikskóla og skóla.
Farið er í vettvangsheimsóknir til að skoða hvernig mismunandi uppeldisaðferðum er beitt í
leik- og grunnskóla til að geta nýtt það við skipulagningu á starfi sínu sem félagsliði.